Skip to main content

Rekstrarupplýsingar og Viðskiptagreind

Okkar sérgrein felst í að veita fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum aðstoð við greiningu á lykilupplýsingum úr viðskiptakerfum. Að byggja upp vöruhús gagna með einfaldari og hraðari hætti en með hefðbundnum aðferðum.

Þróunartími fer niður um 60-80% til að ná þessum árangri

og aðstoða við framsetningu með skýrum og einföldum hætti. Markmið okkar er að skila betri yfirsýn yfir rekstur og afkomu með lágmarks fjárfestingu.

Til að ná þessum árangri notum við hugbúnað sem heitir WhereScape RED. Hugbúnaðurinn gerir okkur kleift að tengjast hvaða gagnagrunni sem er og safna upplýsingum á einn stað með lágmarks tilkostnaði. Þessi staður er í daglegu tali nefndur vöruhús gagna. Mjög mikilvægt er að lykilupplýsingar séu vel skilgreindar áður en hafist er handa í uppsetningu og framkvæmd gagnasöfnunar og framsetningar.

Sérfræðingar infoData hafa áralanga reynslu í að safna rekstarupplýsingum á einn miðlægan stað hvort sem er til ákvörðunartöku eða skila gögnum til eftirlitsaðila. Sérfræðingar okkar aðstoða við val á útfærslu og geta séð um útfærsluna ef óskað er.

Vöruhús gagna

Hlutverk vöruhúss gagna er að safna saman gögnum úr mismunandi upplýsingakerfum á einn miðlægðan stað sem hentar vel til skýrslugerðar. Vöruhús gagna hentar mjög vel þeim fyrirtækjum þarf sem gögn eru dreifð í mörgum kerfum og henta illa til skýrslugerðar.

Ávinningur á að hafa Vöruhús gagna:

  • Öll gögn á einum stað.
  • Auðveldara að búa til sýn á gögnin heldur en hægt er að fá úr undirliggjandi kerfum.
  • Skýrslugerð eða greining á gögnum veldur ekki álagi á grunnkerfi.
  • Misræmi í gögnum sýnileg
  • Mikill tímasparnaður við vinnslu upplýsinga.
  • Vinnsla gagna verður umtalsvert einfaldari og ódýrari.

Gæði gagna

Áreiðanleiki upplýsinga er einn af lykilþáttum í því að tryggja almenna útbreiðslu og notkun lausna í viðskiptagreind innan fyrirtækja. Mikilvægt er að starfsmenn og stjórnendur séu meðvitaðir um gæði gagna.

Skýrslur og greiningar

Byggjum upp skýrslur í samráði við starfsmenn og stjórnendur á einfaldan og skiljanlegan hátt.